Writer

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita

Hvað er Writer?

Writer ritvinnsla
OOo Writer í notkun
Writer er ritvinnslan í OpenOffice.org (OOo) pakkanum. Auk allra venjulegra aðgerða sem hægt er að framkvæma í ritvinnslu (orðabók, samheitaorðabók, sjálfvirk bandstrik, sjálfvirk leiðrétting, finna og skipta, sjálfvirkt efnisyfirlit og atriðisorðaskrá, samsteypur og annað), þá er eftirfarandi mikilvæg atriði einnig að finna í Writer:
  • Sniðmát og stílar
  • Öflug síðuformun með römmum, blaðadálkum og töflum
  • Innsetning eða tenging við grafík, töflureikna og annað
  • Innbyggð teiknitól
  • Stjórnskjöl — til að grúppa saman safn margra skjala í eitt
  • Tenging við gagnagrunn, þ.m.t. heimildalista
  • Vistun á PDF formi, ásamt bókamerkjum
  • Og ýmislegt annað


Allar síður sem tengjast Writer