Verkefni 4: Söluaukning

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita

Verkefni 4

Í þessari æfingu lærir þú að:

  • Breyta talnaútliti
  • Afrita texta þannig að dálkar verða línur og línur verða dálkar
  • Föst- tilvísun

1.Sæktu skjal sem heitir 04Tolur og vistaðu það á þínu heimasvæði.

2.Gefðu síðunni heitið Ýmsar tölur .

3.Skrifaðu Október í reitinn B2 og ýttu á Enter. Farðu síðan aftur í reitinn og afritaðu til hægri yfir í D2 með því að draga til fyllihnúðinn. Calc telur sjálfkrafa áfram mánaðarheitin. Calc telur sjálfkrafa þegar verið er að afrita mánaðarheiti, dagaheiti og tölur.

4.Feitletraðu Hnappur bold.png og hægrijafnaðu Hnappur-right-align.png textann og lagaðu breiddir dálka eins sýnt er á myndinni á næstu síðu.

5.Ritaðu formúluna =B3+B3*$C$1 í reit C3 og afritaðu niður og til hægri. Athugaðu vel að dollarmerkið ($) veldur því að tilvísunin C1 verður föst þ. e. hún breytist ekki þegar þú afritar formúluna

6.Til að setja talnaútlit á reit B3 til D6 þarftu að setja alla reitina í blokk og hægri smella einhvers staðar á þá. Þá færðu upp valmynd þar sem þú smellir á Format Cells.


Format Cells


7.Veldu Currency úr fyrri listanum og efsta valmöguleikann eins og sýnt er á myndinni til að setja nýtt útlit á tölurnar.

8.Hafðu enga (0) aukastafi og smelltu á Ok. Tölurnar sem þú settir í blokk eiga núna að vera breyttar.

Format Cells

9.Nú skaltu snúa þessum upplýsingum í reitum A2 til D6 við þannig að línur verða dálkar og dálkar verða línur. Til að gera þetta skaltu setja A2 til D6 í blokk og smella á Copy Hnappur-copy.png (eða hægrismella og velja Copy eða gera CTRL+C). Farðu með bendilinn í reitinn F2. Þú hægri smellir á F2 og velur Paste Special. Þá færðu upp glugga þar sem þú velur Transpose eins og sýnt er á myndinni.

transpose

10.Feitletraðu Hnappur bold.png fyrirsagnir og miðjujafnaðu Hnappur-center.jpg tölurnar eins og sýnt er á myndinni.

Útlit

11.Skrifaðu mánudagur í reitinn A8 og ýttu á Enter. Farðu síðan aftur í reitinn og afritaðu niður í A12 með að smella á fyllihnúðinn og draga hann niður. Calc telur sjálfkrafa niður dagana.

transpose

12.Settu formúluna =C8-B8 í reit D8 og afritaðu niður. Til að breyta útlitinu á tölunum skaltu fara aftur í Format Cells og velja Time og efsta valmöguleikann eins og sýnt er á myndinni.

Format

13. Settu formúluna =Sum(D8:D12) í reit D13 farðu aftur í Format Cell og veldu Time undir Category, veldu svo neðsta möguleikann undir Format. Þetta er safntími þannig að ef tíminn fer yfir 24 þá heldur hann áfram að telja en byrjar ekki aftur á 0

Format

14.Settu strik fyrir ofan og neðan við reit D13 með því að fara í Format Cells > Borders og smella á strik fyrir ofan og neðan. Hafðu strikið 2,50 pt.

Borders

15.Breyttu útliti á tölum í reitum G8 til til H10 með því að fara í Format Cells og í þetta skipti þarftu að bæta við Format stillingu með að smella á User Defined í Category listanum og skrifa í Format code textakassann 000 0000 og smella síðan á Ok. Mundu að hafa reitina í blokk áður en þú gerir þetta.

User defined

16.Síðan skaltu breyta talnaútlitinu á reit D16 til D19 á sama hátt og í 15. lið.

User defined

17.Settu dagsetningarform á auðu reitina E16 til E19 (jafnvel þó ekkert standi í þeim enn)

Date

18.Skrifaðu síðan inn dagsetningarnar í reiti E16 til E19 eins og sýnt er.

E16 13.10.1956
E17 10/06/79
E18 23/11/54
E19 21/07/82

Dagsetningarnar breytast sjálfkrafa þar sem þú ert búinn að setja dagsetningarútlit á reitina.

ATH: Ef það kemur ##### í reitinn þarf bara að breikka hann.

19.Feitletraðu og jafnaðu fyrirsagnirnar.

20.Vistaðu og skilaðu verkefninu.

Endanlegt útlit, smelltu til að stækka

Þessi skrá á .pdf formi fyrir Windows

Þessi skrá á .pdf formi fyrir Linux