Uppsetning Openoffice.org

Úr OpenOffice.is
Útgáfa frá 8. október 2011 kl. 10:52 eftir Sveinn í Felli (Spjall | framlög) Útgáfa frá 8. október 2011 kl. 10:52 eftir Sveinn í Felli (Spjall | framlög) (Uppsetning OpenOffice.org)

(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á: flakk, leita
Hala niður OpenOffice

Það er einfalt að setja upp OpenOffice.org, öll forritin koma saman í pakka sem hægt er að ná í ókeypis og án allra skuldbindinga á vef OpenOffice.org. OpenOffice.org er til í útgáfum fyrir öll helstu stýrikerfin, þar með talið Microsoft Windows© kerfin, Apple Macintosh©, Linux og fleiri. Hér fyrir neðan eru tenglar á síður þar sem farið er yfir uppsetningaferlið stig af stigi.

Eftir uppsetningu gæti þurft að stilla ýmis atriði varðandi persónuleg atriði, tungumál, vistun og fleira. Leiðbeiningar um ýmis slík atriði eru einnig hér fyrir neðan.

Uppsetning OpenOffice.org

Notendur Microsoft Windows© og Apple Macintosh© stýrikerfanna ættu að ná sér í uppsetningarpakka sem tilheyrir útgáfu stýrikerfanna þeirra; niðurhalsvefur OpenOffice.org ætti að finna út hvaða stýrikerfi er í notkun hjá þeim og bjóða til niðurhals viðeigandi pakka. Hið sama gildir ekki um Linux notendur, þeir geta náð í nýjustu pakkana þarna, en hinsvegar er mælt með að þeir noti frekar pakkastjóra dreifingarinnar sinnar. Margar Linux-dreifingar koma með OpenOffice.org foruppsett.

Upplýsingar um uppsetningu á enn fleiri stýrikerfi má nálgast hér.

Stillingar á OpenOffice.org