Uppsetning OpenOffice.org á Windows

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita

Uppsetning OpenOffice.org fyrir Microsoft Windows notar MSI pakka. MSI staðlað forrit til uppsetningar á hugbúnaðarpökkum í Microsoft Windows.

Venjuleg uppsetning OpenOffice.org á Windows

Öllum skrám til uppsetningar OpenOffice.org er þjappað saman í eina safnskrá, ef OpenOffice.org er sótt á netinu. Þessa safnskrá verður að afþjappa áður en hægt er að keyra sjálfan MSI pakkann. Eftir uppsetningu má eyða þessum uppsetningaskrám, einnig safnskránni sem náð var í á netinu.

Til að afþjappa uppsetningaskrárnar :

 1. Tvísmella á uppsetningaskrána sem halað var niður af netinu eða ræsa hana af skipanalínu.
 2. Undirbúningsforrit OpenOffice.org uppsetningar (Installation Preparation Wizard) kemur í ljós.
 3. Smella á Áfram/Next.
 4. Velja úttaksmöppu/Destination Folder til að afpakka skránum í. Oft er notuð mappa á skjáborði.
 5. Þegar öllum skránum hefur verið afþjappað, ræsist sjálft uppsetningaforrit OpenOffice.org uppsetningarinnar (Installation Wizard) og samskiptagluggi þess kemur upp. Farið eftir leiðbeiningunum í þessum glugga, yfirleitt er hægt að láta sjálfgefið val ráða ferðinni.
 6. Þegar uppsetningaforrit OpenOffice.org (Installation Wizard) hefur fengið allar nauðsynlegar upplýsingar, kemur upp gluggi með útlistun á því sem hefur verið valið. Þá má smella á Já/Yes til að staðfesta, uppsetningin fer í gang og þegar henni er lokið þarf að smella á Ljúka/Finish til að loka uppsetningaforritinu.

Eftir að uppsetningu OpenOffice.org er lokið má eyða möppunni með uppsetningaskránum, og jafnvel einnig safnskránni sem náð var í á netinu.

Sérsniðin uppsetning OpenOffice.org á Windows

Öllum skrám til uppsetningar OpenOffice.org er þjappað saman í eina safnskrá, ef OpenOffice.org er sótt á netinu. Þessa safnskrá verður að afþjappa áður en hægt er að keyra sjálfan MSI pakkann.

Til að afþjappa uppsetningaskrárnar :

 1. Tvísmella á uppsetningaskrána sem halað var niður af netinu eða ræsa hana af skipanalínu.
 2. Undirbúningsforrit OpenOffice.org uppsetningar (Installation Preparation Wizard) kemur í ljós.
 3. Smella á Áfram/Next.
 4. Velja úttaksmöppu/Destination Folder til að afpakka skránum í.
 5. Þegar öllum skránum hefur verið afþjappað, ræsist sjálft uppsetningaforrit OpenOffice.org uppsetningarinnar (Installation Wizard) og samskiptagluggi þess kemur upp. Ekki fara eftir leiðbeiningunum. Skiljið gluggann eftir opinn og afritið afþjöppuðu uppsetningaskrárnar í einhverja aðra möppu.
 6. Smella á Hætta við/Cancel í uppsetningaforriti OpenOffice.org (Installation Wizard), smella á Já/Yes til að staðfesta, og smella síðan á Ljúka/Finish til að loka uppsetningaforritinu.

Eftir þetta má nota uppsetningaskrárnar til ýmissa sérsniðinna uppsetninga; fjölnotenda, hljóðlátra, o.s.frv.

Hjálp
Fyrir kerfisstjóra: ekki eru allir rofar MSI (Microsoft Software Installer - t.d. /J{m|u}) studdir af OpenOffice.org uppsetningapakkanum. Nánari upplýsingar um uppsetningu OOo í Windows kerfum fást hér