Taka af textaramma í Writer

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita

Fólk sem vant er notkun MS-Word ritvinnsluforritsins tekur strax eftir fínlegum ramma utan um textasvæðið sem sjálfgefinn er á öllum blaðsíðum í Writer. Þessi rammi sýnir spássíur, hægt er að stilla forritið þannig að upplýsingarnar sem notaðar eru til að mynda rammann komi frá prentara. Þessi rammi kemur ekki fram í útprentun.

Sumir geta ekki fellt sig við þennan ramma, finnst hann trufla sig. Lítið mál er að taka hann endanlega af.

Til að breyta þessum stillingum í Writer; á aðalvalstikunni (efst) er farið í View og taka hakið úr Text boundaries, sama er gert til að setja rammann á aftur.

Einnig er hægt að gera þetta með því af fara í Tools-->Options valið, þá opnast eftirfarandi valmynd.


Stillingagluggi fyrir útlit


Glugginn er tvískiptur, með valtré til vinstri og stillingum til hægri. Undir flokknum Openoffice.org vinstra megin (ýta á + merkið ef hann opnast ekki) er undirflokkurinn Appearance. Hann er valinn og ættu þá stillingarnar að birtast líkt og sýnt er hér.

Þarna ætti að taka hakið úr reitnum fyrir framan Text boundaries til að losna við rammann. Sumir taka einnig af Object boundaries, en hinsvegar er auðvelt er að lenda í vandræðum með rammalausar töflur.