Töfluskjöl formuð með þemum

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita

Hægt er að forma töflur í Calc með þemum sem fylgja með forritinu. Það er ekki hægt að bæta þemum við og ekki hægt að breyta þeim. En það er hægt að laga til útlitið á skjalinu eftir að þemað hefur verið sett á.

Mynd 1: Tools hnappastikan
Þema sett á töflu:
  1. Smelltu á Choose Themes hnappinn á Tools stikunni. Ef þessi stika er ekki sýnileg þarf að opna hana með View > Toolbars > Tools. Upp kemur gluggi með ýmsum þemum.
  2. Veldu það þema sem þú villt. Sumar breytingar sjást strax.
  3. Smelltu á OK.

Formaðu skjalið með því að nota Styles and Formatting gluggann. Hann færðu upp með Format > Styles and Formatting eða með því að ýta á F11 á lyklaborðinu.