Stikur

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita

Eftirfarandi upplýsingar eiga að mestu við í öllum Openoffice.org forritunum.

Stikur í OpenOffice.org

Hnappa- og valmyndastikurnar í OOo hugbúnaðinum minna um margt á stikurnar sem voru í Microsoft Office 2003, áður en nýjasta uppfærslan kom. Þegar maður opnar, t.d. Writer í fyrsta sinn líta þær einhvern vegin svona út:

Writer-stikur-01-604px.jpg

Hnappastikurnar sem sjást eru þær tvær sem eru sjálfgefnar, Standard og Formatting. Á þeim eru allir þeir hnappar sem maður þarf að nota við flest af því sem maður gerir í venjulegri ritvinnslu.

En þetta eru ekki allar stikurnar í Writer, því ef maður skoðar View á valstikunni og velur þar Toolbars, þá sést að það eru 22 hnappastikur upp settar í Writer.

Writer-stikur-02-423px.jpg

Sumar af þessum stikum þarf ekki að opna sérstaklega, þær koma upp þegar á þeim þarf að halda, t.d. þegar maður býr til töflu eða setur inn mynd, þá opnast hnappastikur fyrir það og fljóta einhvers staðar á skjánum fyrir mann að nota. Þegar maður fer út úr töflunni eða smellir á texta utan myndarinnar, þá hverfa þessar stikur.

En nú kemur hugsanlega að því að maður er að nota eitthvert fyrirbæri oft og mikið og vildi gjarnan að það væri bara hnappur á stiku. Þá er vert að geta þess að það eru margir hnappar tengdir við hverja stiku sem ekki sjást. Til dæmis myndi ég vilja sjá hnappa sem stjórna línubili á Format stikunni. Ég get sett þá inn með því að nota gráa hnappinn lengst til vinstri á stikunni og velja þar Visible Buttons. Þá kemur upp listi með öllum hnöppunum og ég sé hverjir eru sjáanlegir og hverjir ekki. Niðri um miðbik listans eru þrír hnappar sem stjórna línubili:

Writer-stikur-03-394px.jpg

Með því að smella á einn af þeim kemur hann inn á stikuna. Svo geri ég þetta tvisvar í viðbót til að fá líka inn hina tvo.

Eitt af því sem ég geri mikið af er að setja inn myndir og til að gera það þarf ég að velja Insert af valstikunni, finna þar Picture og þar velja From File. Þá fæ ég aðgang að möppunni þar sem ég geymi myndirnar. En væri ekki hægt að fækka þessum skrefum eitthvað með því að setja inn hnapp á aðra sjálfgefnu stikuna?

Þegar að er gáð, þá kemur í ljós að hnappurinn Insert Picture From File er á hvorugum listanum. Það þýðir að ég verð að bæta honum við.

Til að gera það smelli ég á litla gráa hnappinn, og vel þar Customize Toolbar ...

Writer-stikur-04-186px.jpg

Nú fæ ég upp þennan talglugga:

Writer-stikur-05-554px.jpg

Hér athuga ég að ég sé að vinna með réttu hnappastikuna (Standard) og smelli á Add hnappinn. Þá opnast þessi gluggi:

Writer-stikur-06-503px.jpg

Hér vel ég Insert í Category rúðunni og síðan hnappinn From File í Commands rúðunni. Svo smelli ég á Add hnappinn. Þá kemur þessi hnappur fremst á Standard hnappastikuna:

Writer-stikur-07-266px.jpg

En ég vil ekki hafa hnappinn þarna. Mig langar til að staðsetja hann á rökrænum stað, t.d. með hópnum þar sem maður getur sett inn töflu og stiklur. Þá nota ég niður-örina í glugganum til að færa hnappinn þar til hann er kominn á réttan stað. Ég get líka tekið í hann með músinni og dregið hann niður listann:

Writer-stikur-08-261px.jpg

Nú er ég búinn að fá hnapp á stikuna mína sem gerir með einum smelli það sem tók marga áður:

Writer-stikur-09-192px.jpg