Setja inn persónuupplýsingar

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita
Að setja inn persónuupplýsingar í OpenOffice.org
Persónuupplýsingar eru settar inn til ýmissa nota, myndin sýnir flipann þar sem þær eru settar inn. Sumt af þessum upplýsingum er þegar búið að setja inn við uppsetningu OpenOffice.org forritanna.

Á aðalvalstikunni er farið í Tools --> Options --> OpenOffice.org --> User Data

Persónuupplýsingar af þessu tagi eru fyrst og fremst til þægindaauka; þær eru oft notaðar af sniðmátum (templates) og uppsetningapúkum (Wizards) í OpenOffice.org. Sem dæmi má nefna að "First name" og "Last name" gagnareitirnir eru notaðir til að setja sjálfvirkt inn viðkomandi upplýsingar í höfundarreiti fyrir ný skjöl. Aldrei eru settar inn upplýsingar á borð við netföng eða símanúmer án þess að fyrst sé spurt. Hægt er að skoða það með því að fara í File --> Properties.

Sumt af þessum upplýsingum fer sjálfkrafa inn í innbyggðar orðabækur og þar með þekkir stafsetningaleiðréttingin þessar upplýsingar. Ef gerðar eru innsláttarvillur, getur forritið stungið upp á þessum upplýsingum í staðinn.

Sé textaklárun virk, er stungið upp á innsetningu á þessum upplýsingum eftir að örfáir fyrstu stafirnir hafa verið slegnir inn. Eins er hægt að setja þessar upplýsingar sjálfvirkt inn við fjöldapóstsendingar (MailMerge) t.d. sem heimilisfang sendanda.

Athugið að eftir að upplýsingarnar hafa verið settar inn gæti þurft að endurræsa OpenOffice.org.