Prófanir OOo-is

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita


ATH: þessi síða er úrelt, við höfum hana hér áfram til gamans

Kristján Bjarni Guðmundsson <kristjanbjarni hjá gmail púnktur com> er að dunda við að setja upp OOo-compile þróunarumhverfi þannig að hægt sé að prófa þýðingar og rúlla út uppsetningarpökkum fyrir aðra að prófa, hann er byrjaður að setja upp umhverfi í Windows og ætlar einnig að prófa Ubuntu.

Það mun örugglega ekki veita af amk 1-2 aðilum í viðbót sem geta gert þetta líka (á annarri linux dreifingu og svo Mac).

Hægt er að nálgast þessa tilraunapakka með íslenskuðum útgáfum Openoffice.org á svæðinu http://openoffice.is/files/. Það ætti ekki að þurfa að taka það fram að hér er um tilraunaútgáfur að ræða, engin leið er til að ábyrgast að pakkarnir setji sig rétt upp og virki. Það er hvers og eins að ráða fram úr þeim vandamálum sem upp gætu komið - en gaman væri ef sem flestir gætu prófað pakkana og skrifað niður punkta um reynslu sína og sent inn á póstlistann.

Varðandi framsetningu upplýsinga hérna á síðunni:

  • Nýjar færslur bætast við efst
  • Lína skal sett á milli færslna
  • Taka skal fram fullt heiti pakkans sem prófaður var auk nokkuð nákvæmra upplýsinga um stýrikerfið
  • Ef umsögnin er langur texti ætti að búa til nýja síðu með heitinu "Prófanir+fullt heiti pakka
  • Efst á nýja slíka síðu ætti að setja flokkunarskilgreiningarnar [[Flokkur:Íslenska]][[Flokkur:Prófanir]]
  • Muna eftir að setja prófunardagsetningu og undirrita með undirskriftarhnappnum (næstsíðastur á breytingastiku)

Prófanir á íslenskuðum tilraunapökkum OOo

2009-12-02:

Prófunaruppsetning óopinbera SUN/OpenOffice tilraunapakkans OpenOffice.org 3.2.0 - OOO320m6 (Build:9459) (CWS:localization37fix)] á OpenSuse-11.2. Sett upp með grunnkóða, fyrst aðalforritapakkinn en_US og síðan tungumálapakkinn OOo_3.2.0_091201_LinuxIntel_langpack_is.tar.gz.

Röðun í Calc
Sýsl í aðalglugga Calc

Það nefninlega brast á með því að SUN/OpenOffice pakkaði íslensku þýðingaskránum, sennilega fengum við að vera með vegna þess að 50% markinu hafði verið náð. Semsagt íslenskan hefur náð inn í e-k betaútgáfu, en það er bara gert til athugana á hvort hlutir virki. Þetta þýðir samt ekki að íslenska þýðingin fái að vera með í næstu opinberu dreifingu OOo 3.2.0, eiginlega eru ekki miklar líkur á að það geti gerst. En kannski í OOo 3.2.3...?

Ég sá engan mun miðað við pakka frá svipuðum tíma á http://openoffice.is/files/, einna helst er að letrið í sjálfu viðmótinu er annað og smærra (enginn vandi að breyta því).

--Sveinn í Felli 11. desember 2009 kl. 19:30 (UTC)


2009-10-29:

Prófunaruppsetning tilraunapakkans OOo_3.2.0_091029_LinuxIntel_install_is_deb.tar.gz á LinuxMint7-Gloria.

Einnig settur upp samsvarandi tilraunapakki OOo_3.2.0_091029_Win32Intel_install_is.exe á Windows 2000.
Writer "Setja inn"-valmyndin

Það er sárafátt sem er eftir að þýða/laga í efsta lagi viðmótsins. Einstaka atriði eru eftir í valmyndunum, flest sem tengjast Calc og Base. Nokkuð langt er komið með þýðingu stillingaviðmótsins, þar eru aftur á móti nokkur atriði sem þarf að samhæfa viðmótinu. Og auðvitað virkar hjálpin ekki, enda ekki með í pakkanum.

Í linux þarf að stilla eitthvað svo að forritin finni möppuna með sniðmátunum; í Wintendo þarf að henda út eldri útgáfu áður en ný er sett upp (fyrir uppsetningarforritinu er um sömu útgáfu að ræða).

Eiginlega er ekki langt í að þetta verði kynningarhæft, og hugsanlega er ekki langt í að það megi fara að skipuleggja prófanir með tilraunadýrum...


--Sveinn í Felli 29. október 2009 kl. 14:29 (UTC)2009-10-06:

Prófunaruppsetning tilraunapakkans OOo_3.2.0_091006_LinuxIntel_install_is_deb.tar.gz á LinuxMint7-Gloria.
Sett upp á svipaðan hátt og lýst er hér: http://www.howtoforge.com/how-to-install-openoffice-3.0.0-on-ubuntu-8.04

Upphafsgluggi OOo
Prentstillingar í aðalstillingaglugga
Writer-sniðvalmynd

Greinilegt er að þegar íslenskaða strengi vantar þá bætast gæsalappirnar úr PO-skránni við fyrir framan enska strenginn t.d. ""Edit. Einhver réttindavandamál eru líklega á ferðinni í upphafsglugganum (soffice forritið), því ekki var hægt að gera nýtt skjal eða opna gamalt án þess að endurheimtuglugginn opnist (OOo Document Recovery) og vilji gera við skjalið (sem gengur ekki - aftur er boðið upp á að gera við). Upphafsglugginn kemur upp aftur ef maður fer út úr þessari lúppu. Hann er fullþýddur nema aðalvalstikan efst: ""File ""Edit ""View ""Tools ""Window ""Help.

Hægt er að fara í aðalstillingarnar, og leiðsagnarforrit (Wizards) ræsast. Til dæmis virkaði alveg að nota vefsíðuálfinn. Hægt var að ræsa stök OOo-forrit af skipanalínu eða með tengli, einnig með Opna með...-skipun í skráastjóra. Og þau virðast virka nokkuð eðlilega - en það sem kom mest á óvart var hvað alveg merkilega stór hluti viðmótsins reyndist þýddur á íslensku. Það eru vissulega margir strengir sem þarf að breyta, t.d. er Data Source bæði þýtt sem Gagnabrunnur og sem Gagnagjafi.

Þó skammt sé á veg komið er strax hægt að sjá betur á hvað eigi að leggja áherslu í viðmótsþýðingunum.

--Sveinn í Felli 7. október 2009 kl. 11:43 (UTC)