OpenOffice.org

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita

Helstu atriði um OpenOffice.org fyrir fréttamiðla. http://marketing.openoffice.org/press_kit.html

Nafngiftin

Nafnið - við erum OpenOffice.org (ekki Open Office, OpenOffice, o.s.frv.) OpenOffice.org is er bæði nafn á hugbúnaði- sjálfum OpenOffice.org skrifstofuforritavöndlinum - og einnig nafn á opnu hugbúnaðarverkefni (open-source project) sem hannar, þróar, viðheldur, þýðir, prófar, skrifar um, styður, og markaðssetur hugbúnaðinn - svokallað OpenOffice.org samfélag (Community).

Helstu atriði um OpenOffice.org samfélagið

OpenOffice.org samfélaginu er skipt upp í svokölluð verkefni, sem snúa að hinum ýmsu hliðum hugbúnaðarins. Undir flokknum sem snýst um tungumál, eru næstum 100 verkefni sem snúa að þýðingum og staðfærslu, með meira en 70 tungumál í boði. Yfir 750.000 manns hafa innritað sig til þáttöku í þessum verkefnum og eru þar með fullgildir meðlimir (Community members).

Sem samfélag með starfsemi á internetinu, og þar með út um allan heim, þá eru engar raunverulegar höfuðstöðvar til staðar. Við erum með sameiginlegan bankareikning í Þýskalandi, og sum af stærri þýðingarverkefnunum hafa stöðu frjálsra félagasamtaka (non-profit) eða sambærilega, í heimalöndum sínum.

Langstærstur hluti meðlimanna eru sjálfboðaliðar. Nokkrir meðlimir eru styrktir af vinnuveitendum þeirra til að vinna að OpenOffice.org. Megnið af þeirri vinnu er við forritun. Samfélagið er í mikilli þakkarskuld við upphafs- og aðalstyrktaraðila verkefnisins, Sun Microsystems. Aðrir áberandi aðilar eru meðal annarra stórir framleiðendur á borð við Novell, RedHat, RedFlag CH2000, IBM, og Google.

  • Skráðir meðlimir - Registered Members: >750,000
  • Atvinnuforritarar - Sponsored developers: >100 FTE
  • Aðilar með heimild til að skrá inn hugbúnaðarbreytingar - Committers: > 500
  • Tungumálaverkefni - Native Language Projects: >100

(Tölur í apríl 2009, heimild : http://marketing.openoffice.org/press_kit.html)

Helstu atriði um OpenOffice.org forritavöndulinn

OpenOffice.org hugbúnaðurinn hefur að geyma allt það sem flestir þurfa á að halda í sambandi við gerð svokallaðra skrifstofuskjala. Forritin eru stöðug, traust og örugg, byggð upp á yfir tuttugu ára þróunarferli. Öfugt við aðalkeppinaut sinn, var OpenOffice.org hannað út frá einni grunnhugmynd, sem eykur gæðin umtalsvert og gerir notkunina samhæfðari fyrir notendurna. Það er í sífelldri framþróun, með nokkrum uppfærslum á hverju ári. Aðaleiningar OpenOffice.org vöndulsins eru Writer ritvinnsluforritið; Calc töflureiknirinn; Impress fyrir kynningar og glærugerð; Draw teikniforritið; og Base gagnagrunnaforritið.

OpenOffice.org er bæði auðvelt í notkun og auðvelt að skipta yfir í það, jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Viðmótið ætti að vera kunnuglegt og forritin geta lesið og skrifað mjög mikinn fjölda skráagerða (þar með talið flest Microsoft Office skráasnið). Það er er stutt af yfir sjötíu tungumálum, og hægt er að fá stuðning bæði frá samfélagi notenda (community - ókeypis) sem og ýmsum þjónustuaðilum (gegn greiðslu).

OpenOffice.org er gefið út með notendaskilmálum opins hugbúnaðar (LGPL-leyfinu), sem þýðir að hugbúnaðinn má nota án allra leyfisgjalda og á hvaða sviði sem er: til einkanota, í stjórnsýslu, í viðskiptaumhverfi, o.s.frv. Þegar búið er að ná í OpenOffice.org (hvort sem er niðurhal eða á geisladiski) þá má setja það upp á ótakmörkuðum fjölda tölva, auk þess að heimilt er að afrita og dreifa hugbúnaðnum án takmarkana. OpenOffice.org styður svokallaðar viðbætur (extensions), sem gera notendum kleift að auka eða breyta virkni forritanna með því að hala slíkum viðbótum inn úr miðlægum hugbúnaðarsöfnum. Það er einn af þáttunum sem gera OpenOffice.org öðruvísi en samkeppnisaðilana.

OpenOffice.org er til fyrir öll helstu stýrikerfi og er stutt af yfir sjötíu tungumálum. Samkvæmt bestu fáanlegu tölum má gera ráð fyrir að OpenOffice.org sé núna með 15% markaðshlutdeild meðal skrifstofuvöndla.

Saga OpenOffice.org í símskeytastíl

OpenOffice.org er orðinn þroskaður hugbúnaður sem á rætur sínar að rekja 20 ár aftur til þýsks hugbúnaðarhúss að nafni StarDivision. Eftir að StarDivision var keypt af Sun Microsystems í apríl 1999, kom fyrsta útgáfa OpenOffice.org 1.0 sem opinn hugbúnaður þann fyrsta maí árið 2002. Hún reyndist gríðarlega vel og eftir meira en 49 milljón skráð niðurhöl var útgáfu 2.0 sleppt lausri þann 20. október 2005. OpenOffice.org 2 leysti síðan síðustu umtalsverðu hindranir notenda við að skipta yfir í OpenOffice.org með nýju notendaviðmóti, bættum stuðningi við skráasnið keppinauta og nýjum innbyggðum gagnagrunnastuðningi.

Það varð líka fyrsti skrifstofuhugbúnaðurinn til að styðja frá grunni nýja Open Document Format skrifstofuskjalasniðið (ODF). ODF var samþykkt sem alþjóðlegur ISO-staðall þann fyrsta maí árið 2006 og er eina skrifstofuskjalasniðið sem er samþykkt á því stigi.

Núverandi útgáfa OpenOffice.org vöndulsins (3.0) var gefin út í október 2008.