Kafli 1 – Inngangur að Writer

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita

Hvað er Writer?

Writer er ritvinnsluhluti OpenOffice.org (OOo). Auk þess sem venjulega má finna í flestum ritvinnslukerfum (stafesningarorðabók, samheitaorðabók, orðskipting, sjálfvirk leiðrétting, finna og skipta, sjálfvirk uppsetning á efnisyfirliti og atriðisorðaskrá, samsteypa og fleira) eru eftirfarandi mikilvægu atriði fastur hluti Writer:

  • Sniðskjöl og stílar
  • Umbrot á síðum, þ.m.t. rammar, dálkar og töflur
  • Festing eða tenging í myndir, gagnatöflur og aðra hluti
  • Innbyggð teiknitól
  • Safnskjöl sem sameina stök skjöl í eitt
  • Eftirlit með breytingum við endurskoðun
  • Samskipti við gagnagrunna, þ.m.t. heimildagrunnur
  • Útflutningur í PDF skjöl með bókamerkjum
  • Og ýmislegt fleira

Stílar eru grunnurinn að notkun Writer. Með því að nota stíla er auðvelt að setja upp skjöl og umbrjóta þau á samræmdan hátt með lágmarks fyrirhöfn. Stíll er uppsettir formunarkostir undir einu nafni. Í Writer eru skilgreindar nokkrar tegundir stíla til notkunar við mismunandi tækifæri: stafi, efnisgreinar, síður, ramma og lista. Oft notar maður stíla án þess að gera sér grein fyrir því. Notkun stíla er lýst betur í kafla 6 (Inngangur að stílum) og kafla 7 (Unnið með stíla).

Öðrum atriðum sem nefnd eru hér að ofan eru gert góð skil í öðrum köflum í þessar handbók.