Handbækur OOo

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita

Hér verður safnað upplýsingum um þær handbækur og leiðarvísa sem notendum OpenOffice.org forritanna gæti orðið að gagni. Þá er fyrst og fremst verið að safna efni á íslensku, sem væntanlega er að miklu leyti einnig á öðrum stöðum á þessum vef.

Handbók byrjenda - OOo3

Kennarar Verkmenntaskólans á Akureyri tóku saman og þýddu handbókina; "Getting Started Guide - OOo3" [1]. Ensku útgáfunni var fylgt að mestu, en viðbótarkaflar voru teknir úr stóru handbókunum (sjá hér að neðan). Megnið af þessu efni er efnisflokkað hér á vefnum undir síðunni Leiðbeiningar um notkun OOo, en hægt er að hala handbókinni niður hér á PDF formi.
Til að sjá hvaða síður tilheyra handbókinni er einnig hægt að fara hingað.


Handbækur OOo forrita

Einnig er unnið að þýðingu á stóru handbókunum eða leiðarvísunum; "Writer Guide", "Impress Guide" og "Calc Guide" sem eru hér. Þetta eru ítarlegar leiðbeiningar fyrir stök forrit OOo. Væntanlega verður efninu úr þeim komið fyrir á sérstökum síðum í framtíðinni; en í augnablikinu finnast þær með öðru efni undir síðunni Leiðbeiningar um notkun OOo.
Til að sjá hvaða síður tilheyra stóru leiðarvísunum er einnig hægt að fara hingað.


Annað efni á íslensku

Hér á vefnum er ýmislegt efni sem stundum styðst við opinberar handbækur frá OpenOffice.org. Hugsanlega verður þetta efni einhverntíma tekið saman í formlegar handbækur, en í bili verður látið nægja að setja efnið á vefsvæðið.

Hvað varðar uppsetningu og stillingar forritanna þá er sérstök síða sem tekur á þeim málum hér.
Lýsingar á flóknari og lengri verkferlum er frekar að hafa undir síðunni um hagnýta vinnuferla.


Efni á ensku

Þangað til það verður búið að taka saman meira af efni á íslensku, getur verið upplýsandi að heimsækja www.tutorialsforopenoffice.org, þar eru ágætar lýsingar á helstu þáttum forritanna. En fyrsta síðan sem ætti að heimsækja er http://support.openoffice.org/, þar er safn greina og handbóka af ýmsum toga.