Forsíða

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita


OpenOffice á íslensku

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um OpenOffice.org skrifstofuforritin á íslensku ásamt leiðbeiningum af ýmsu tagi. Vefurinn ætti að gagnast öllum þeim sem hafa áhuga á að notfæra sér þennan gæðahugbúnað, hvort sem um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki eða stofnanir. Framsetning efnisins verður væntanlega miðuð við að nýtast sem best hinum almenna notanda, það útilokar samt alls ekki að hér séu settar inn ýtarlegri sértækar upplýsingar fyrir lengra komna.

Helstu efnisflokkar eru eftirfarandi:


Í augnablikinu er verið að vinna í vefnum, en ekki ætti að líða á löngu áður en meira af efni verður komið hérna inn. Hægt er að skrá sig og taka þátt í verkefninu hér.
Vefurinn er hýstur í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Hvað er OpenOffice?

OpenOffice.org (OOo) er bæði hugbúnaðarpakki og samstarf sjálfboðaliða sem framleiða og viðhalda þessum hugbúnaði. OpenOffice.org hugbúnaðurinn er ókeypis fullbúinn skrifstofupakki. OOo3 er meiri háttar uppfærsla á pakka sem hafði þá þegar mikið úrval atriða. Ef þú hefur notað eldri útgáfur, þá getur þú séð lista yfir ný atriði á OOo Wiki.

Sjálfgefið skjalasnið í OOo er svokallað Open Document Format (ODF), sem er opið og frjálst skjalaform sem margar ríkisstjórnir og stofnanir víðsvegar um heiminn eru að taka upp sem það skjalaform sem skylt verður að nota við útgáfu og móttöku skjala. OOo getur einnig vistað og opnað mörg önnur skjalaform, þar með talin þau sem notuð eru í mörgum útgáfum af Microsoft Office.

Meira um OpenOffice.org...

Hvað er LibreOffice?

LibreOffice varð til haustið 2010 þegar flestir þeir sem unnið höfðu við OpenOffice-verkefnið sögðu skilið við umsjónaraðila og eiganda vörumerkisins Openoffice.org. Tilgangurinn var að hraða þróun hugbúnaðarins og losna undan áhrifum einhvers eins stórs styrktaraðila. Niðurstaðan varð stofnun The Document Foundation sem heldur utan um og stýrir þróun Libreoffice.

LibreOffice er byggt á sama kóðagrunni og OpenOffice, kóðinn hefur verið hreinsaður mjög mikið auk þess sem nokkuð miklu hefur verið bætt við og forritin betrumbætt. Virkni forritanna er þó ennþá í meginatriðum eins.


Einstök forrit

OpenOffice.org og LibreOffice samanstanda af eftirfarandi forritum:

Writer (ritvinnsla)

Writer ritvinnsla
Writer er fjölhæft verkfæri sem nota má til að búa til bréf, bækur, skýrslur, fréttabréf, bæklinga og önnur skjöl. Hægt er að setja inn í Writer skjöl myndir og atriði úr öðrum hlutum OpenOffice.org. Hægt er að vista út úr Writer skjöl á ýmsu formi, þar á meðal HTML, XHTML, XML, Portable Document Format frá Adobe (PDF) og ýmsar útgáfur af Microsoft Word skrám. Það getur einnig tengst því póstforriti sem er sjálfvalið í tölvunni þinni.

Meira um Writer...

Calc (töflureiknir)

Calc töflureiknir
Calc er með alla möguleika á talnagreiningu, línuritagerð og líkanasmíði sem hægt er að búast við af hágæða töflureikni. Það hefur yfir 300 aðgerðir, meðal annars í efnhagsreikningi, líkindareikningi og stærfræðigreiningu. The Scenario Manager (líkanastjóri) gefur möguleika á „hvað ef“ greiningu. Calc býr til tvívíð (2-D) og þrívíð (3-D) gröf sem hægt er að færa í önnuur OOo skjöl. Einnig er hægt að opna og vinna með Microsoft Excel vinnubækur og vista þær á Excel formi. Calc gefur einnig vistað skjöl á PDF formi og sem HTML vefsíður.

Meira um Calc...

Impress (framsetning)

Impress kynningarefni
Impress gefur möguleika á öllum þeim tólum sem finna má í margmiðlunarframsetningarforriti, svo sem áhrifsatriði, hreyfimyndir og teiknitól. Með því fylgja teiknimöguleikar OOo Draw og hlutar af Math. Hægt er að bæta glærusýningar með sérstökum textamyndum úr Fontwork og einnig setja inn hljóð og kvikmyndir. Impress er samhæft við Microsoft PowerPoint skjalformið og úr því er einnig hægt að vista önnur skjalform, eins og Macromedia Flash (SWF).

Meira um Impress...

Draw (teikniforrit)

Draw teikniforrit
Draw er forrit sem teiknar vektorteikningar þar sem hægt er að draga upp allt frá einföldum línuteikningum eða flæðiritum upp í þrívíðar (3-D) myndir. Í forritinu eru svokölluð Smart Connectors tengi (snjalltengi), sem gefur manni möguleikann á að skilgreina sjálfur tengipunkta á milli forma. Hægt er að nota Draw til að búa til myndir sem síðan má nota í öllum öðrum hlutum OOo og það er einnig hægt að búa til grafík sem síðan má vista í Galleríinu. Draw getur sótt grafík úr mörgum algengum skjalformum og vistað í yfir 20 skjalformum, þar með talið PNG, HTML, PDF, og Flash.

Meira um Draw...

Base (gagnagrunnar)

Base gagnagrunnar
Base gefur manni tól sem hægt er að nota við algengustu uppsetningar á gagnagrunnum með einföldu viðmóti. Með því er hægt að búa til og breyta formum, skýrslum, fyrirspurnum, töflum, uppröðunum og samsetningum, þannig að stjórnun samtengds gagnagrunns er nokkuð svipuð og í öðrum gagnagrunnsforritum. Base gefur kost á mörgum nýjum aðgerðum, s.s. möguleikann á að greina og laga sambönd út frá grafi. Base innifelur HSQLDB sem sjálfgefna samtengi gagnagrunnsvél. Það getur einnig notað dBASE, Microsoft Access, MySQL, eða Oracle, eða hvaða ODBC- eða JDBC-samhæfða gagnagrunna sem er. Base styður einnig undirsett af ANSI-92 SQL.

Meira um Base...

Math (formúluritill)

Math formúlugerð
Math er formúluritill í OOo pakkanum. Hægt er að nota hann til að búa til flóknar stærðfræðiformúlur sem innihalda tákn eða stafi sem ekki finnast í venjulegum stafasettum. Þessi ritil er oftast notaður til að setja formúlur inn í skjöl, t.d. í Writer og Impress, en öndvert við aðra slíka ritla, þá getur hann einnig staðið einn og sér. Hægt er að vista formúlur á Mathematical Markup Language (MathML) formi til nota í vefsíðum og öðrum skjölum sem búin eru til í OOo pakkanum.

Meira um Math...
 Til umhugsunar:
 Af því að annar aðili var búinn að tryggja sér vörumerkið OpenOffice, 
 þá er OpenOffice.org rétta nafnið fyrir bæði opna hugbúnaðarverkefnið
 og hugbúnaðinn sjálfan.

Af hverju OpenOffice.org ?

Af hverju ætti maður að skipta yfir í OpenOffice.org hugbúnaðinn? Þar gætu legið margar ástæður að baki. Sú sem kemur kannski fyrst upp í hugann er að OpenOffice.org er ókeypis og er hægt að ná í á netinu. En það er ekki allt; margir kunna vel að meta hvað OOo forritin eru stöðug og skjölin sem í þeim eru gerð ganga óaðfinnanlega á milli tölva (dálkar og myndir fara ekkert á flakk við að opna skjalið í annarri tölvu), þar að auki taka OOo skrár yfirleitt minna pláss á diski.

Stærsta atriðið snertir samt skjalastjórnun og geymslu á gögnum; fólk vill vita að eftir einhver ár verði ennþá hægt að lesa skjölin sem það hefur gert. Þar sem skráasnið OpenOffice.org er opinn staðall og öllum lesanlegur, þá er engin hætta á að aðferðirnar við lestur og skrifun skjala týnist, hvort sem væri við náttúruhamfarir, gjaldþrot fyrirtækja eða bilanir í tölvukerfum.

Fleiri ástæður til að skipta í OpenOffice.org...

Ná í OpenOffice.org

Hala niður OpenOffice
Það er einfalt að setja upp OpenOffice.org, öll forritin koma saman í pakka sem hægt er að ná í ókeypis og án allra skuldbindinga á vef OpenOffice.org. OpenOffice.org er til í útgáfum fyrir öll helstu stýrikerfin, þar með talið Microsoft Windows© kerfin, Apple Macintosh©, Linux og fleiri.

Leiðbeiningar á íslensku um uppsetningu OpenOffice.org eru hér.

Writer ritvinnsla
Calc töflureiknir
Impress glærur