Draw

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita


Hvað er Draw?

Draw teikniforrit
Skjámynd af vinnusvæðinu í Draw
Draw er teikniforrit sem vinnur með vektorgrafík, auk þess að geta meðhöndlað bitamyndir á einfalda vegu. Með því fylgja mörg öflug tól sem gera kleift að búa til alls konar myndefni. Vektorgrafísk forrit geyma og sýna teikningar á reiknuðu línuformi (punktar, stefnur og strik) frekar en safn myndpunkta (pixel: punktar á skjá). Auðveldara er að vista og skala vektormyndir.

Draw er fullkomlega samhæft inn í OpenOffice.org pakkann og því er mjög auðvelt að nota myndir úr því í öðrum forritum hans. Til dæmis, ef þú býrð til mynd í Draw, þá þarf ekki annað til að nota hana í Writer, en að bara afrita og líma. Það er líka hægt að vinna í og breyta teikningum úr Writer og Impress með undirsetti tóla og aðgerða úr Draw.

Notkunargildi Draw er vítt og yfirgripsmikið. Þó það hafi ekki verið hannað til að slá út þekktum myndvinnslu- og teikniforritum, þá inniheldur Draw flesta af þeim eiginlekum og teiknitólum sem mörg dýr teikniforrit hafa, sem fylgja öðrum forritapökkum.

Nokkur dæmi um aðgerðir sem hugsanlega kveikja í forvitni þinni: lag-stjórnun, möskvi (hnitagrind) með segulmagnaða punkta, málsetning, snjalltengi til að búa til skipurit, 3D aðgerðir sem gera manni kleift að búa til litlar þrívíðar myndir (með áferð og lýsingaráhrifum), og Bézier kúrvur, svo fátt eitt sé nefnt.

Hvort sem verið er að útbúa myndefni til notkunar inni í Writer, gera forsíðu á ritgerð eða afmæliskort handa fjölskyldunni, þá er aðeins eitt sem gildir framar öllu: Æfingin skapar meistarann.
Og ef þú telur þig vera kominn í úrvalsdeild, þá er aldrei að vita nema Draw geti gagnast við fljótlegar skyndihugdettur og tilraunir.Allar síður sem tengjast Draw