Calc

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita

Hvað er Calc?

OOo Calc
Skjámynd af OOo Calc
Calc er töflureiknirinn í OpenOffice.org (OOo). Töflureiknir líkir eftir vinnublaði í tölvunni. Hægt er að rita gögn á þetta blað – venjulega töluleg gögn – og síðan vinna með þau til að fá vissar útkomur, raða þeim upp og skipuleggja, eða sýna upplýsingar með grafi.

Að auki er hægt að setja gögn inn í Calc og síðan nota eins konar „Hvað ef...“ uppsetningar til að breyta þessum gögnum og skoða niðurstöðurnar án þess að þurfa að setja inn algerlega nýtt sett af gögnum.


Allar síður sem tengjast Calc