Breytingar teknar til baka og framkvæmdar aftur

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita
Mynd 1: Síðasta aðgerð afturkölluð með Edit > Undo
Til að afturkalla nýjustu breytingar er hægt að ýta á CTRL+Z á lykjaborðinu eða smella á Afturköllunarhnappinn Afturkalla á Standard hnappastikunni, eða með því að velja Edit > Undo af valstikunni.

Þessi mynd sýnir nýjustu breytingar sem hægt er að afturkalla:

Mynd 2: Listi aðgerða sem hægt er að afturkalla
Smelltu á litlu örina við hliðina á Undo hnappnum til að fá lista yfir allar breytingar sem hægt er að afturkalla (sjá mynd 2). Hægt er að velja margar breytingar í einu og afturkalla þær allar í einu

Þegar búið er að afturkalla breytingu, þá verður Redo hnappurinn virkur. Til að endurtaka breytingu er hægt að velja Edit > Redo, ýta á CTRL+Y eða smella á Redo hnappinn Takn26x26 redo OOo3.png. Eins og við afturköllun, þá er lítil ör við hliðina á endurgerðarhnappnum og þar er listi yfir allt sem hægt er að endurgera.

Til að breyta fjölda þeirra aðgerða sem OpenOffice.org man er hægt að velja Tools > Options > OpenOffice.org > Memory og breyta Undo number of steps. Athugaðu að ef OOo er beðið um að muna fleiri breytingar, þá notast meira af minni tölvunnar.