Þýðingar á hugtökum

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita

Hér á að safna saman helstu hugtökum sem notuð eru í OpenOffice.org og þýðingum þeirra.
Tenglar á aðra orðalista og orðasöfn eru neðst á síðunni um OOo á íslensku.

Vinnusvæði Openoffice.org forrita

Þau fyrirbæri sem koma fyrir í og á aðalglugga forritanna.

 • Main toolbar --> Aðalvalstika
  • Aðal hnappastika
  • Menubar / main menu --> Valstika / Aðal valstika --Gaui 27. maí 2009 kl. 15:33 (UTC)
  • Menu --> Valmynd, hér að ofan ætti Main Menu að vera --> Aðalvalmynd --Sveinn í Felli 27. maí 2009 kl. 15:59 (UTC)
 • Toolbar --> Hnappastika* - Valstika*
 • Button --> Hnappur
 • Main window --> Vinnusvæði
 • Page view --> Síðusýn - Síðuskoðun
 • Menu --> Valmynd (áfastur) - Valgluggi (stakur)
 • Context help --> Samhengishjálp
 • Beamer --> Gagnabeinir eða bara Gagnagluggi. Er notað þegar Base er opnað í hinum forritunum, t.d. við MailMerge póstbræðing.

Valmyndir

Þau fyrirbæri sem koma fyrir í og á valmyndum forritanna.

 • Cut --> Klippa
 • Copy --> Afrita
 • Paste --> Líma
 • Paste Special --> Sérhæfð líming
 • Print preview --> Prentforsýn

Valgluggar

Þau fyrirbæri sem koma fyrir í og á valgluggum forritanna.

 • Location --> Staðsetning
 • Filter --> Sía
 • Regular expression --> Regluleg segð

Aðgerðir

Aðgerðir sem eru notaðar í forritunum

 • Customize --> Sérsníða

Fyrirbæri

Nöfn ýmissa fyrirbæra sem koma fyrir í viðmótinu.

 • Eitthvað sem notandinn setur gögn í: Reitur
 • Eitthvað sem segir notandanum eitthvað en er ekki inntak: Vísir
 • Eitthvað sem notandinn setur inn í skjal og birtir niðurstöðu úr reit eða öðrum gögnum: Svið/Gagnareitur

 • Cell --> Reitur (í töflum/töflureiknum)
 • Field --> Reitur/Gagnareitur/Svið/Svæði
 • Box --> Rammi/Reitur/Kassi
 • Control --> Stýring/Gagnastýring

 • Button --> Hnappur
 • Radio Button/Option button --> Einvalsreitur, reitur sem ýtt er á, sýnir slökkt/kveikt (af/á)
  • valhnappur --Gaui 27. maí 2009 kl. 13:55 (UTC)
 • Check Box --> Gátreitur/Hakreitur, reitur sem hakað er í (virkt/óvirkt)
 • Combo Box --> Fjölvalsreitur
 • Drop-down Box --> Fellilisti
 • Spin Button --> Snúningshnappur
 • Currency Field --> Gjaldmiðlareitur
 • Date Field --> Dagsetningareitur
 • Text Box --> Textareitur
 • File Selection --> Skráavalsreitur
 • Label Field --> Svæðistitill ??
  • Label: Texti, textavísir (vafasamt). Stundum er hægt að nota "skýring" fyrir "Label", en stundum geta "Merking" eða jafnvel "Fyrirsögn" verið nær lagi.
 • Formatted Field --> Forsniðinn (gagna)reitur
 • Group Box --> Hóprammi/Stýringahópur
 • Image Button --> Myndhnappur
 • Image Control --> Myndstýring
 • List Box --> Listareitur
 • Navigation Bar --> Leiðarstýrislá/Stýringaslá
 • Numerical Field --> Tölusvið
 • Pattern Field --> Mynstursvið
 • Time Field --> Tímareitur/Tímasvið

 • Scrollbar --> Skrunslá/Skrunrein/Rennislá
 • Slider --> Sleði
 • Progress bar --> Framvinduvísir/Framvinduslá
 • Statusbar --> Stöðuslá/Stöðustika (notað nokkuð jafnhliða)
 • Status indicator --> Stöðuvísir

Hugtök varðandi skjöl

Allt það sem hefur ekki með forritin sjálf að gera heldur skjölin sem búin eru til með forritunum.

 • Index --> Efnisyfirlit, Atriðaskrá
 • Bitmap --> Bitamynd
 • Vector graphic --> Línuteikning, Vektorteikning

Tillögur óskast

Hér er safnað "vafaatriðum", orðum sem menn eru ekki vissir á hvernig á að þýða, "skrýtnar" þýðingar frá öðrum eða ef ósamræmi er í þýðingum. Ný atriði ætti að setja neðst. Öllum er heimilt að gera athugasemdir við þessi atriði; það ætti að gera með stigvaxandi inndrætti (amk tvær ** á undan línu með athugasemd. Í lok athugasemdar ætti að setja merkið sitt (annar hnappur frá hægri á breytingastikunni).

Þeir sem vilja taka af skarið og negla niður "rétta" þýðingu eru beðnir að afrita línuna upp í viðeigandi flokk hér fyrir ofan, án athugasemda en setja stjörnu* aftan við þýðinguna til að sýna að hún eigi sér forsögu hér niðri.

 • Document format --> skjalasnið - skjalform
  • skjalasnið rímar við skráarsnið og sniðmát sem sumir vilja kalla forsnið --Sveinn í Felli 12. maí 2009 kl. 14:37 (UTC)
  • Má hafa í eintölu (og er þjálla þannig): Skjalsnið --Gaui 29. maí 2009 kl. 09:06 (UTC)
 • Toolbar --> Hnappastika - Valstika
  • (stika eða slá, um þetta hefur verið þrefað lengi --Sveinn í Felli 12. maí 2009 kl. 14:37 (UTC))
 • Focus --> Virkni, Fókus
  • Reitur er gerður virkur með því að færa fókusinn á hann
 • Navigator --> Lóðs, leiðarstýring
  • Guðjón Ólafs á þetta fanst það bara svo helv... gott. --Gunnar Möller 26. maí 2009 kl. 12:48 (UTC)
  • Flott orð - en skilur almennur notandi það (sem aldrei hefur rennt færi af bryggju)? --Sveinn í Felli 27. maí 2009 kl. 16:05 (UTC)
  • Leiðarstýring hefur verið notað á nokkrum stöðum; svolítið stirt.--Sveinn í Felli 23. október 2009 kl. 12:13 (UTC)
  • Það má benda á að táknmyndin fyrir Lóðs/Navigator er áttaviti !! --Gaui 29. maí 2009 kl. 13:03 (UTC)
  • Þegar skoðað er hvað það er Navigator gerir, er málið einfalt: Uppbygging --Sveinn í Felli 9. desember 2014 kl. 11:31 (UTC)--
 • Arrangement --> Röðun
  • er það kallað þegar myndum er raðað á ímyndaðan ás sem liggur út úr skjánum. Röðun stjórnar því hvernig myndir raðast hver fyrir framan aðra eða miða við textann. --Gaui 27. maí 2009 kl. 14:00 (UTC)
 • Alignment --> Jöfnun, Afstilling
  • er það kallað þegar myndum er stillt upp lárétt eða lóðrétt á blaðið miðað við festipunktinn.--Gaui 27. maí 2009 kl. 14:00 (UTC)
  • Alignment hefur líka verið kallað Jöfnun
 • Anchoring --> Festing
  • er tilvísunarpunkturinn fyrir myndina. Þessi punktur getur verið öll síðan eða ramminn sem myndin er í, efnigrein, eða jafnvel tákn.--Gaui 27. maí 2009 kl. 14:00 (UTC)
  • Anchor hefur verið þýtt sem Markstikla - ferlega ógegnsætt.--Sveinn í Felli 23. október 2009 kl. 12:13 (UTC)
 • Wrapping --> Textaskrið, Textaflæði, flæði
  • er notað um samband myndarinnar við textann í kringum hana, sem getur flætt í kring um hana, hvort sem er öðru megin eða báðum megin, horfið á bakvið hana, eða komið fram fyrir hana, eða jafnvel tekið myndina sem sértakt tákn.--Gaui 27. maí 2009 kl. 14:00 (UTC)
 • Help Agent --> Hjálparhella --Gaui 28. maí 2009 kl. 13:19 (UTC)
 • Quickstarter --> Flýtiræsir
  • Hérna er orð sem vantar eitthvað smellið á. Flýtiræsir er svona la-la. Það má finna betra --Gaui 29. maí 2009 kl. 11:09 (UTC)
 • Outline --> Efnisskipan í textasamhengi, Útlína í teikningum og leturfræðum.--Sveinn í Felli 23. október 2009 kl. 12:13 (UTC)