Íslenskar gæsalappir

Úr OpenOffice.is
Stökkva á: flakk, leita


Hvort sem það er í OOo eða Microsoft Office virkar ritvinnslan ekki þannig að íslenskar gæsalappir komi sjálfkrafa ef tungumál skjalsins sé skilgreint sem íslenska. Þetta virkar þó þannig ef tungumálið er stillt á þýsku (German); þar hafa tungumálastillingar áhrif á gæsalappirnar.

Það er þó mjög auðvelt að virkja íslenskar gæsalappir í OOo. Þetta er gert undir Tools valmyndinni og AutoCorrect Options.... Í þeim glugga er valinn flipinn Custom Quotes og undir Double Quotes er hakað við Replace og gæsalappir sem opnast stilltar á U+201E og þær sem lokast á U+201C.